Fallin tönn og 1. maí hlaup!

Enn ein tönnin fallinÞá er fallin tönn númer 4 hjá Kristni Gígjari og er hann ófeiminn við að sýna það eins og myndin ber með sér. Smile 1. maí hlaupNæst elsti Spanjólinn tók þátt í 1. maí hlaupinu og á sínu dyggu aðdáendur eins og sjá má. ( Keppandinn er í miðjunni, nr. 1307 og hinir dyggu aðdáendur eru sitt hvoru megin við keppandann. ) Whistling

Þorrablót í Oddeyrargötunni.

Ljósa og Sigrún klárar í átið.Síðastliðið laugardagskvöld var haldið þorrablót fjölskyldunnar í Oddeyrargötunni. Þar voru að sjálfsögðu fyrir, amma og afi niðri og Didda og family. Geiri, Steina og Stjáni stilla sér fagmannlega upp. Tolli og Sigrún tóku sér frí frá Hreðavatnsskála og mættu á svæðið. Spanjólagengið úr Byggðaveginum mætti síðan á svæðið og úr varð heljarmikil veisla með mat og drykk. Allt fór vel fram og aðeins þurfti að bera yngsta Spanjólann sofandi út í bíl. Hildur Sólveig að knúsa Tolla frænda.

Svo féllu númer tvö og þrjú!

Þriðja tönnin farinÞað hefst varla undan hjá Tannálfinum að punga út fé fyrir tennurnar úr Kristni Gígjari. W00t Samtals farnar þrjár tennur og eins og sjá má á myndinni þá er orðið skörðótt í munninum hans. Þá er bara að sjá hvort fullorðinstennurnar fara ekki að láta sjá sig fljótlega. Wink

Fyrsta tönnin farin og margt annað að gerast!

Fyrsta tönnin farin.Þá er okkar maður búinn að missa fyrstu barnatönnina Wink og gerðist það í skólanum í gær. Þetta var tekið mjög alvarlega í morgun þegar vaknað var, og stóð til að opna súkkulaðidagatalið, eins og vanalega. Nei, það kom ekki til greina að úða í sig sælgæti þar sem maður var nýbúinn að missa tönn og stóð þessi ákvörðun alveg í heilar fimm mínútur eða tæplega það. Whistling

Mæðgur að pakka inn.Svo er nóg að gera við að pakka inn jólagjöfum. Eins og sjá má á myndinni leggja mæðgur mikla áherslu á að pakkarnir séu skrautlegir á að líta. Amma og Afi í Sveitinni verða örugglega ekki svikin af útlitinu á þessum pakka. W00t

Svo er líka búið að baka þetta girnilega piparkökuhús sem litlir munnar bíða spenntir eftir að kjamsa á.

Á Spóanum, sem er deildin hennar Hildar Sólveigar á Krógabóli, hafa þau verið að vinna með rauða litinn í desember. Í dag er rauður dagur hjá þeim og þess vegna fer Hildur Sólveig rauðklædd og með jólasveinahúfu á leikskólann í dag. Heart


Fallegu og duglegu börnin okkar.

Litlu gormarnir sofandiÞessar litlu elskur sem eru hér sofandi í rúmi foreldra sinna, eru náttúrulega gríðarlega falleg og flott, þó ég segi sjálfur frá. BlushKGE sofandi Kristinn Gígjar er nýbyrjaður í Brekkuskóla og var mjög spenntur fyrsta skóladaginn. Hann er mjög duglegur og ánægður í skólanum og er ekki annað hægt að segja en að byrjunin þar lofi góðu. HSE sofandiHildur Sólveig ætlaði að sjálfsögðu líka að fara í Brekkuskóla eins og stóri bróðir en hennar tími er ekki enn kominn í þeim efnum, þó hún hafi talið svo.

Sá sú sa? Og Raya týnd, aftur! :(

HSE að borða risaeðlunammiYngsti Spanjólinn spurði mig þessarar spurningar (Sá sú sa?) þegar við vorum að ræða eitthvað atriði (sem ég reyndar man ekki hvað var) úr daglega lífinu. Svarið við því hvað Sá sú sa þýðir, er hérna neðar í greininni, fyrir neðan tilkynninguna vegna Rayu sem er týnd aftur,  Frown og getið þið dundað ykkur við að giska á hvað þetta þýðir áður en þið kíkið á rétta svarið.

 

 

 

 

Týndur kettlingur:

Hún Raya er týnd. Hún er fjögurra mánaða gömul og á heima í Byggðavegi 122. Hún er hvít á litinn með gulbröndótt skott og gulbröndótt og grátt á höfðinu og svarta línu út frá hægra auganu. Hún er með bleika ól. Hún er mjög gæf, kelin og forvitin og gæti hafa farið inn í kjallara og lokast inni. Stutt er síðan lítil stelpa fékk hana í afmælisgjöf og er hennar sárt saknað. Endilega að kíkja eftir henni og láta okkur vita í síma 445 6193 eða 891 6193 ef þið hafið einhverjar fréttir af henni.

 

 

 

Sá sú sa? = Sást þú það? Wink


Afmæli, slysadeild og týnd kisa.

Þá er enn einu skæruliða-afmælinu lokið! Wizard AfmælisstrákurKristinn Gígjar orðinn sex ára og kominn á grunnskólaaldurinn. Móðir hans sá til þess að enn einu sinni var haldin semi-fermingarveisla þannig að enginn veislugestur fór illa haldinn úr Byggðaveginum. Wink Að sjálfsögðu var afmæliskakan skreytt risaeðlum. Reyndar er kappinn með þrjá sauma fyrir ofan vinstri augabrúnina eftir að hafa stangað stofuborðið kvöldið áður. Hann stóð sig gríðarlega vel upp á slysadeild og fékk mikið hrós frá hjúkrunarfólkinu fyrir frammistöðuna. NýsaumaðurKannski að hann hafi eitthvað af eiginleikum föður síns í þessum efnum, sem er mikill reynslubolti á þessu sviði. Whistling Vonandi samt að drengurinn feti ekki í fótspor föðursins í þessum efnum! Svo rann afmælisdagurinn upp og Raya var búin að vera týnd í tvo daga. Frown Raya En Raya er kettlingurinn sem Hildur Sólveig fékk í afmælisgjöf um daginn. Hún sem sagt bað um lifandi kisu í afmælisgjöf, ekki dóta kisu! Það reyndar gleymdist alveg að minnast á hana í síðasta bloggi og biðjum við Spanjólarnir, hana afsökunar á því. En eftir að hafa skutlað auglýsingu á netið þá var hringt og Raya var fundin.
 
Svo er rétt að láta vita af því að sólin er byrjuð að skína og hitastigið er að síga upp á við og Spanjólarnir senda knús á liðið! Heart

Allt gott að frétta af Spanjólunum!

Loks þegar við fengum nettengingu þá hrundi tölvan. Angry Sem betur fer þá töpuðust engar myndir í þessum tölvuvandræðum. Crying Þannig að nú er allt að færast í rétt horf hjá okkur hér í Byggðaveginum og á húsmóðirin á heimilinu stærstan hlut þar að máli, þar sem að elsti Spanjólinn sást lítið heima hjá sér fyrstu 6 - 7 vikurnar eftir flutningana, nema þá sofandi. Sleeping

Þegar vinnulotunni miklu lauk hjá elsta Spanjólanum, dreif fjölskyldan sig í útilegu og fékk þar íslenska sumarið beint í æð, rigningu og kulda! Whistling Ekki var laust við að söknuður eftir spánarsól og ódýru rauðvíni tæki sig upp. Cool

Yngsti Skæruliða-Spanjólinn Ninja átti afmæli um daginn, 23. júní. Var haldin vegleg veisla og er ekki að sjá annað, á meðfylgjandi mynd, annað en að hér sé á ferðinni algjör engill en ekki skæruliði. Stutt er í næsta skæruliða-afmæli þegar næst yngsti Spanjólinn Bandit heldur upp á sex ára afmælið þann 3. ágúst.


Spanjólarnir eru flutt í Byggðaveginn!

Þá erum við ekki lengur Spanjólarnir í Oddeyrargötunni þar sem við erum flutt í Byggðaveginn og erum þar af leiðandi Spanjólarnir í Byggðaveginum. Wink Núna færist væntanlega ró og friður yfir flóttamannabúðirnar í Oddeyrargötu 36. Whistling Spanjólarnir þakka kærlega fyrir húsaskjólið og þolinmæðina sem við fengum í Oddeyrargötunni. Að sjálfsögðu fá allir þúsund þakkir, sem hafa rétt okkur hjálparhönd og aðstoðað okkur við að koma undir okkur fótunum að nýju. Heart

Skoðanakönnun Spanjólanna.

Spurt er
Hvernig lýst þér að Spanjólarnir séu fluttir á Klakann?
 
Mjög vel, ævinlega velkomin! 0,0%
Sléttsama! 0,0%
Rosalega illa, hundskist aftur til Spánar! 100,0%
3 hafa svarað
 
Þá sláum við botninn í þessa skoðanakönnun en niðurstöður hennar eru afgerandi, 100% þeirra sem þátt tóku er rosalega illa við að við séum flutt á Klakann og vilja að við hundskumst aftur til Spánar! Wink
Þar sem fjárhagsstaða Pinch Spanjólanna leyfir ekki aðra búferlaflutninga á milli landa þá erum við til í að taka við styrkjum til þess arna og er ekkert hámark á styrktarupphæðum og bókhaldið mun verða lokað fjölmiðlum og öðrum forvitnispúkum. Sérstaklega hvetjum við þessa þrjá sem tóku þátt í könnuninni að styrkja okkur myndarlega! Whistling
 
Spanjólarnir óska ykkur öllum gleðilegra páska. Heart

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband