29.1.2008 | 04:43
Allir frískir!
Sá stórmerkilegi atburður gerðist í gær að allir fjölskyldumeðlimir voru frískir og allir fóru í vinnu, skóla og leikskóla. Þetta hefur ekki gerst síðan fyrir jól á síðasta ári enda vorum við orðin heldur langþreytt á ástandinu. En gott að hlaupabólan er að baki og fór Hildur Sólveig mun verr út úr henni heldur en Kristinn Gígjar. En hann fékk aðeins útbrot og fékk ekki einu sinni hita á en Hildur Sólveig steyptist út í stærðar bólum í andliti og um allan kroppinn og var fárveik. Núna er bara að krossa fingur og vona að við náum nokkrum "frískum" vikum!
Kveðja úr Heilsubælinu!
Athugasemdir
Til hamingju með síðuna!
Við verðum örugglega tíðir gestir næstu vikurnar þar sem rólegheit og SLATTI af snjó eru ríkjandi hér á bæ.
Vonum að frísklegheitin ráði ríkjum hjá ykkur
"sólarkveðjur"
Tolli og Sigrún
Hreddálfar (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 15:43
Halló spanijólar og til hamingju með síðuna :)
Þetta er frábært framtak hjá fjölskyldunni, núna er hægt að fylgjast vel með hvað þið eruð að bralla þarna og ekki síst að ekki gleymir maður hvernig þið lítið út.
Kveðja Rut og family
Rut (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 10:31
Glæsilegt framtak hjá ykkur Spanjólar, bara gamann að geta loksins fylgst með ykkur
Og haldið ykkur nú frískum elskurnar
Kveðja frá klakanum
Didda, 30.1.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.