30.1.2008 | 23:48
Fiskinn minn......
Undirritaður var að koma úr flugvallarakstri sem er ekki í frásögur færandi. En manneskjan sem ég var að ná í kom frá Akureyri og er að leigja íbúðina sem Haggi á hérna á Spáni og við erum að sjá um fyrir hann. En við Haggi erum gamlir skipsfélagar og hefur hann nokkrum sinnum sent mér fisk áður. En Haggi sendi fisk með leigjandanum og það verður veisla næstu vikurnar. Núna sendi hann mér sjófrystan þorsk ( sem mér finnst mikið betri en ýsan ), reyktan fisk, saltfisk og svo er rúsínan í pylsuendanum, siginn fiskur Ég get ekki beðið eftir því að húsið fyllist af ilmandi sigins fisks lykt og tala nú ekki um þegar búið er að stappa allt saman með kartöflum og smjöri. Hefði reyndar verið æskilegt að hafa íslenskt smjör og einnig hefði ísköld léttmjólk frá klakanum ekki skemmt fyrir. En núna getur maður lagst upp í rúm og látið sig dreyma um þessar kræsingar sem framundan eru
Góða nótt og bon appetit!
Kveðja, Brósi.
Athugasemdir
Verði ykkur að góðu Spanjólar, spurning um að taka flugið í einn siginn og taka með sér íslenskt smjör svo ég tali nú ekki um hamsatólg
Didda, 31.1.2008 kl. 09:39
Smelltu þessu í bakpokann og ég verð klár með siginn næsta miðvikudagskvöld. Það er beint flug á miðvikudögum.
Spanjólarnir í Byggðaveginum, 1.2.2008 kl. 06:41
Cracias......eða er þetta ekki rétt skrifað
Didda, 1.2.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.