4.2.2008 | 13:45
Jæja......þá er orðið eðlilegt ástand á heilsufarinu!
Tveir yngstu Spanjólarnir hafa nú séð til þess að koma eðlilegu heilsufarsástandi á heimilið. En eðlilegt ástand hjá okkur er að það séu alltaf tveir fjölskyldumeðlimir veikir í einu og það eru Kristinn Gígjar og Hildur Sólveig sem hafa aðallega haldið uppi merkjum í þeim efnum. Þetta er nú ekki alvarlegt í þetta skiptið, smá hiti og hálsbólga. Vonandi samt að þetta verði ekki margra vikna prógress eins og síðast. Kv. Spanjólarnir.
Athugasemdir
Er þetta ekki bara spurning um heilsusamlega loftslagið á Íslandi?? Ég held það!!
Kv.Hill
Hilla (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:20
Thjaaa já er það ekki, heilnæmt er loftið á Íslandi...............komið bara heim elskurnar mínar þá þarf ég ekki að sakna ykkar svona, og veikindi hætta ég get looooofað því
Didda, 4.2.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.