5.2.2008 | 20:09
Mamma var að rýja liðið.
Þá er búið að rýja liðið, eða a.m.k. hluta af því. Eftir margar tilraunir tókst loksins að taka mynd þar sem allir voru nokkuð eðlilegir og var þessi í miðjunni ekki barnanna bestur í þeim málum En vonandi að við rúninginn komi Spanjólar ferskir og frískir og mæti í skóla og leikskóla á morgun og að sjálfsögðu einnig þeir sem eiga að mæta í vinnuna
Kveðja frá nýrúnum Spanjólum.
Athugasemdir
Mikið rosalega eru þið fín öll sömul!!!
Það mætti alveg rýja suma á þessum bæ....enda ekki búinn að fá klippingu síðan hann var hjá ykkur
Að öðru leyti er allt gott héðan, enn mikill snjór en það er farið að hlýna í bili a.m.k.
Vonum að þið verðið áfram hraust og getið stundað ykkar daglega amstur.
Knús á liðið
Hreddálfar (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 11:25
Svakalega eruð þið nú gullfalleg svona nýrúin
Já gat verið að sá í miðjuni þyrfti að vera með vesen
Kveðja úr snjólögunum á Akureyri
Didda, 6.2.2008 kl. 13:17
Hæhæ mikið rosalega eruð þið fín
Það vill svo til að ég var líka í rúningu í dag og er líka rosafín Rebekka Rós er í fréttunum vegna Öskudags, kannski er hægt að sjá það á vefsjónvarpi RÚV.
Kveðja
Marta
Marta (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 19:03
Halló!!!!!!!!! Hefur Þorvaldur ekkert farið í klippingu síðan hann var hér í októberbyrjun??? Sendu drenginn hingað strax svo hann breytist ekki úr Hreddaálfi í Hreddatröll!
Adios!
Spanjólarnir í Byggðaveginum, 7.2.2008 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.