9.2.2008 | 15:18
Brauðið smurt að hætti Ömmu í Oddeyrargötunni!
Núna held ég að Amma í Oddeyrargötunni verði stolt af mér! Ég smurði brauðið mitt sjálfur og ég held að það sé nákvæmlega eins og hún smyr það. Ég þarf kannski aðeins að vanda mig betur næst, en smjörmagnið er örugglega svipað og hún notar. En þar sem ég ætla ekki að horfa á matinn heldur að borða hann þá sleppur þetta til. Kannski að Tolli frændi sé ekki sammála þessu en þeir geta verið svo skrýtnir þessir kokkar.
Kveðja frá Kristni Gígjari "smyrjara"
Athugasemdir
Hæ kroppur!
Þessi brauðsneið hefur verið mjög góð, bragðið er það sem skiptir máli:)
Kveðja Rut frænka
Rut (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 10:37
Hæ hæ komið þið kannski heim um páskana??? Ágúst Freyr er að fermast..Bara tékka!!
Kv.Hilla frænka
Hilla (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 22:56
Suss jáhá það held ég að Amma í Oddeyrargötunni kætist yfir þessum smurningi hjá Ljósálfinum nákvæmlega sama smjörmagnið eins og hún vill hafa það
Didda, 12.2.2008 kl. 13:15
Mér finst þetta vera vænsti smurningur! Snillingur þessi elska ....
www.zordis.com, 13.2.2008 kl. 19:13
Hæ Hilla! Nei við komum ekki um páskana á klakann. En það hefði samt verið að gaman að skjótast. Aldrei að vita nema gefist tími til að skjótast eftir páskana. Þá eru meiri líkur á að fá flugið á "eðlilegu" verði
Kv. Sara.
Spanjólarnir í Byggðaveginum, 14.2.2008 kl. 04:53
HæHó!!
Tolla finnst nú smjörið líka gott þó að hann sé fagmaður...þá maðurinn nú líka "mannlegur" hehe
En já varðandi klippingar á þessum bæ þá held ég að inniveran hægi nú aðeins á hárvextinum en það þýðir samt ekki að maðurinn sé að verða sköllóttur
Spurning hvort að það sé hægt að koma honum til ykkar í smá trimmingu fyrir sumartörnina...
Óver and át í bili og hafið það gott um helgina
Hreddálfar (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.