Nætur / morgunblogg.

Góðan daginn góðir hálsar.  Einhverjir voru farnir að hnýta í okkur Spanjólana vegna lyklaborðsleti í bloggheimum. Þannig að best er að hripa nokkrar línur fyrst maður er vaknaður fyrir allar aldir og friður fyrir skæruliðaspanjólunum. Það er búið að vera nóg að gera eins og fyrri daginn. Um síðustu helgi skelltum við hjónakornin okkur á árshátíð í San Pedro del Pinatar. Hún var haldin af íslendingum hér af svæðinu og var mikið og gott borðað og drukkið. Svo var að sjálfsögðu sungið, dansað og kjaftað. Sem sagt mikið stuð. Við gistum á hóteli þarna á staðnum og hefði verið allt í lagi að slappa af þar sólarhring lengur þar sem að við vorum bæði mjög þreytt eftir þessa árshátið. Sideways Reyndar voru sumir sem sváfu lítið en förum ekki nánar út í það hér. Whistling En það var engin miskunn, tékka út fyrir kl. 12 á hádegi og svo þurfti að ná í Hildi Sólveigu sem gisti hjá Mimi vinkonu sinni sem vinnur á leikskólanum hennar en Karen og Kristinn Gígjar voru í góðu yfirlæti heima.

Annars eru ýmsar breytingar framundan hjá okkur hjónunum í sambandi við vinnurnar okkar. En þið sem eruð búin að finna ykkur góðan klippara, ekki örvænta því Sara heldur áfram að klippa. En meira af því síðar. Annars er heilsufar gott í augnablikinu. Reyndar fór Kristinn Gígjar ekki í skólann á mánudag og þriðjudag vegna kverkaskíts. En það telst ekki til stórtíðinda á þessu heimili þó einhver sé veikur í nokkra daga. Það telst frekar til stórtíðinda hversu fáir voru veikir þessa vikuna. Wink 

Didda og family eru búin að boða komu sína hingað og ætla að heiðra Costa Blanca svæðið með nærveru sinni í hálfan mánuð í júní. Það tókst loksins að ákveða hvaða hús á að leigja Whistling en þetta var ein af erfiðari meðgöngum í þeim málum sem ég hef lent í og er ég nú ekki alveg blautur á bak við eyrun í þeim málum. En við erum spennt að fá þau loksins í heimsókn og efumst ekki um að það verður mjög gaman.

Eigið ánægjulegan dag Heart og farið varlega um helgina.

Kv. Brósi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Hallur og Ágúst Freyr eru að fara á e-ð fótboltamót með Fylki á Costa Blanca í byrjun júlí...Áfram Fylkir

kær kveðja frá landinu fagra en veðrinu leiðinlega

Hilla (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:43

2 Smámynd: Didda

Já eitthvað var ég nú innvinkluð í þessa árshátið þarna í San Pedro del Pinatar  en förum ekki nánar útí það

Tíhí já litli bróðir þú þarft náttúrulega að hafa heilmikið fyrir henni systur þinni, en þetta var ákveðin starfsþjálfun sem þú varst í og kemur sterkari út eftir þessa meðgöngu og getur tekist á við svona kellingar 

Annars er kominn stemmari í liðið  Diljá og Geiri eru búinn að skoða "The íbúðina" á netinu af miklum eldmóð og eru full tilhlökkunar og við hjónin líka of course 

Hafið það gott elskurnar

Didda, 22.2.2008 kl. 12:04

3 Smámynd: www.zordis.com

Það er bara harka í spanjólum .... Húni og Daisy voru að spá í hvort þið hjónin væruð til í fögnuð annað kvöld?

Annars er lífið gott, þar erum við sammála!

www.zordis.com, 29.2.2008 kl. 16:55

4 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Það er harka í fleirum sýnist mér....fögnuður annað kvöld! En eins og þú veist þá ræður undirritaður engu og verður að bíða eftir að forstjórinn á heimilinu komi heim úr vinnunni og taki ákvörðun um svona mikilvæg mál. En þar sem tilefni er til að fagna mun ég beita mér gríðarlega ( án þess að vera með leiðindi ) til að af þessu verði.

Kv. Brósi. 

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 29.2.2008 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband