1.3.2008 | 22:40
1. mars 2008. Tímamót hjá Spanjólunum!
Jæja gott fólk! Þessi dagur markar þau tímamót hjá okkur að núna erum við, ásamt þeim hjónakornunum Birni og Sigrúnu, formlega orðin eigendur og tekin við rekstri Perla Investments s.l.
En til að gera langa sögu stutta þá finnst okkur að blóð, sviti og tár sem við erum búin að úthella á Spænska grund séu að gefa af sér ávöxt sem verður okkar akkeri hér til framtíðar.
Vissulega eru margir sem við vildum telja hér upp á "takk fyrir" listanum okkar en í staðinn viljum við bara segja KISS KISS OG FAÐMLAG til ykkar allra!
Kær kveðja frá Spanjólunum sem horfa björtum augum til framtíðar!
Athugasemdir
Ég óska ykkur alls velfarnaðar með fyrirtækið og megið þið ásamt systur og mági eiga gott og farsælt samstarf. Gæfan veri með ykkur öllum Heillaóskir frá Hubba mínum
Edda í Englandi (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:29
Kossar koma í eigin sjarma!
www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 00:15
Til hamingju með þetta Spanjólar
Það eru endalaus tilefni til að lyfta glösum með ykkur og fagna
Didda, 3.3.2008 kl. 10:31
Hæ hæ spanjolar!
Innilega til hamingju með kaupin á fyrirtækinu og megi það blómstra vel og lengi . Vonandi hafa fagnaðarlætin gengið vel fyrir sig en því miður er Urðargilið bara veikindarbæli um þessar mundir. Við biðjum að heilsa öllum og sendum kossa og knús til allra . Kveðja Rut
Rut (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:11
Sælir spanjólar og hjartanlega til hamingju með kaupin á fyrirtækinu, megi gæfa fylgja ykkur Það er svipað veikindaástand hér á Egilsstöðum, þvílík pest að ganga og húsmóðirin að drepast !
Marta og Gústi (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:47
Til hamingju með þetta
Kv.
Hilmar Þór
Hilmar Þór Birgisson (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.