Afsakið bloggletina...............

En þegar mikið er að gera þá verður eitthvað að sitja á hakanum! Annars er allt gott að frétta af Spanjólunum. Allir verið að mestu leyti frískir, maður telur ekki með einn og einn dag í veikindum. Okkur finnst það vel sloppið ef veikindi standa ekki lengur en tvo daga.

Nóg er að gera í vinnunni og erum við að undirbúa kynningu sem við tökum þátt í á Íslandi í Vetrargarðinum í Smáralind, 12 & 13. apríl. Undirritaður mun fara til Íslands miðvikudaginn 9. apríl og verð ég þar í eina viku. Vonandi nær maður að kíkja eitthvað í heimsókn en annars er bara að mæta í Vetrargarðinn og heilsa upp á karlinn Wink

Kveðja, Brósi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Þér er fyrirgefin bloggletin, þar sem ég á við sama vandamál að stríða

Jáhá og á að koma einn á klakann ? Og á að kíkja á norðurlandið ? Og á að fagna einhverju  ? Já svara strax

Kv.Stóra systir sem spyr og spyr

Didda, 2.4.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Heyrðu.....já ég kem einn, þ.e.a.s. að enginn annar Spanjólameðlimur kemur með. Þar sem þetta er vinnutúr þá veit ég veit ekki með Norðurlandið, það verður að koma í ljós. Varðandi fögnuð þá vísast í svar við síðustu spurningu

Kv. Litli bróðir sem svarar og svarar

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 3.4.2008 kl. 05:07

3 Smámynd: Elín Björk

Ég kem og kíki á ykkur  Ég var eitthvað rugluð á tíma í gær og var viss um að það væri þessi helgi og gerði mér ferð í Smáralindina, en Vetrargarðurinn var lokaður!!!
Síjú

Elín Björk, 6.4.2008 kl. 17:44

4 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Úpps....kannast við þetta að ruglast um hægri, vinstri, út og suður, norður og niður og víðar..... En við sjáumst þá um næstu helgi og mundu það er 12 & 13 apríl  

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 6.4.2008 kl. 20:48

5 identicon

hæhæ...

rosalega gaman að fá að hitta einn af spanjólunum í dag.. Verst að Gísli svaf það allt af sér og náði ekki að heilsa.. en hafði það rosa gott samt á meðan. Vonandi gerir kallinn eh í þessum málum að kaupa úti en þau gömlu eru rosalega heit.. En loksins fékk maður slóðina á síðunna og veit að við verðum rosa dugleg að kíkja.. og endilega þið líka að kíkja á síðuna hans Gísla..

kveðja úr Kópavoginum..

Nanna, Snorri og Gísli

www.gisliwium.barnaland.is



Nanna Gísladóttir Wium (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 22:48

6 identicon

Spanjólinn var flottur í fréttum, langflottastur!!!

Kveðja af klakanum..

Hilla

Hilla (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 23:08

7 identicon

Hæ hæ.

Datt inn á síðuna ykkar. Maður á etir að kíkja reglulega hér eftir. Gaman að sjá myndirnar af ykkur. Ég óska ykkur alls hins besta og til hamingju með fyrirtækið!

Silja Dögg (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:57

8 identicon

Já spanjólinn stóð sig með eindæmum vel í viðtalinu í fréttunum, hann bar það mikið af að ekki var tekið viðtal við neinn annan. Vonandi gekk allt frábærlega vel og að viðskiptin eigi eftir að blómstra en meira eftir þessa kynningu.

Kveðja frá klakanum

Rut (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 13:20

9 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Takk fyrir það allt saman. Reyndar þokkalega stressaður Spanjóli í viðtalinu þó maður hafi reynt að vera kúl En þá er það Spánn á morgun og vonandi líða ekki önnur tvö ár þangað til maður kemur á klakann aftur. Lofa að koma með smá ferðasögu á bloggið fljótlega ef bloggletin nær ekki tökum á manni aftur.

Kv. Brósi.

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 15.4.2008 kl. 17:42

10 Smámynd: Didda

Ævinlega stressaði fréttaspanjóli og takk fyrir síðast, þetta var hin besta "morgunstund" með ykkur bræðrum mínum ég varð margs vísari......þarf ekki að fagna þessu 

Didda, 17.4.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband