Stórsamningur handsalaður!

Í gærmorgun var handsalaður stórsamningur sem rétt er að greina frá hér á blogginu. W00t Þetta gerðist í fjölskyldurúminu, (við erum hætt að tala um hjónarúm sökum hins mikla fjölda fjölskyldumeðlima sem þar sefur stundum) rétt um það bil þegar verið var að vakna  og voru það elsti og yngsti Spanjólarnir sem gerðu með sér samkomulag um að þegar sá yngsti yrði 3ja ára myndi sá elsti kaupa allar snuddur af þeim yngsta á eina evru stykkið og í framhaldinu myndi sá yngsti hætta að nota snuddu! Þetta var samþykkt af báðum aðilum og tekist í hendur. Þetta er víst kallað heiðursmannasamkomulag en við vitum öll hvernig þannig samkomulag hafa endað. Whistling Til að gæta alls velsæmis voru engar myndatökur af þessum stóratburði en hlutaðeigandi voru bæði krumpaðir og lítt klæddir fyrir svoleiðis athöfn! Shocking

Kveðja frá þeim elsta og yngsta!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú alveg frábært  við hér ú Urðargilinu erum stolt af þeim ynsta  En þá er það nú hitt málið hvað eru snuddurnar margar? Hvað þarf sá elsti að borga mikið? Ef sá yngsti er eitthvað líkur þeim yngsta í Urðargilinu að þá er þetta dágóð summa sem sá elsti þarf að punga út.

Kveðja frá klakanum

Rut (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 11:58

2 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er kjarasamningur sem litla prinsessan hefur gert við karl föður sinn!

ég er með eina snuddu frá henni hér heima til að bæta í púkkið

www.zordis.com, 27.4.2008 kl. 12:28

3 identicon

Þetta er góður samningur, fyrir báða aðila   Vonandi verður hann ekki gleymdur á afmælisdaginn !

Marta og Gústi (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Ég er þegar farinn að tapa á þessum samningi. Sú stutta á greinilega snuddur út um allan bæ (eða jafnvel út um allan heim) og núna streyma þær til hennar fyrir afmælisdaginn.

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 27.4.2008 kl. 20:30

5 Smámynd: Didda

Ég tel að þú hefðir átt að vera betur vaknaður fyrir þennan samning bróðir sæll, því hér leynast snuddur á öllum hæðum 

Mér sýnist þetta stefna í gjaldþrot

Didda, 28.4.2008 kl. 09:55

6 identicon

Jemin þetta er snilld!! Við erum í kasti hér að lesa þetta og ég hana litlu frænku í anda gera þennan samning,.

kv úr Kópavoginum

Nanna Wium og co (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband