Reif mig upp úr rúminu.......

.........eftir að hafa næstum sofnað Sleeping með Kristni Gígjari. Þannig að þetta laugardagskvöld fór ekki í svefn eins og oft hefur gerst. Annars er maður gagnrýndur mjög Angry af betri helmingnum fyrir að rugla svefnplássum barnanna. En hvað getur maður gert þegar litlar hendur teyma pabba inn í rúm þegar kominn er háttatími og maður er þreyttur eftir vinnudaginn. Tala nú ekki um þegar litlar lúkur fara í skoðunarferð um andlit og skeggbrodda og allar áhyggjur hverfa við þetta yndislega Heart augnablik rétt fyrir svefninn. Dæmi nú hver fyrir sig hvort hægt er að segja nei við svona rúmfélaga, eftir erfiðan vinnudag Wink 

Maður er náttúrulega engill....þegar maður sefur!Lullað í Rataouille rúminu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Við svona er ekki hægt að berjast!  Njóttu kvöldisins!!!

Börnin eru alltaf svo yndisleg þegar svefninn hefur fangað hug þeirra!  Sussssss ..............

www.zordis.com, 10.5.2008 kl. 22:51

2 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Takk fyrir! Bendi Söru á þessa bloggfærslu næst þegar hún gagnrýnir mig fyrir að nota hjónarúmið fyrir fjölskyldurúm Þessar elskur eru reyndar alltaf jafn yndislegar þegar þau eru sofnuð. Þó að það bætist við nokkur grá hár þegar þau eru í fullu fjöri þá koma stundir með þeim þar sem nokkur grá hár ganga til baka

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 10.5.2008 kl. 23:23

3 Smámynd: Didda

Ohhh það er ekki hægt að standast svona engla

Ljósa man alveg þegar hún fékk þessa litlu engla að kúra hjá sér, þá varð hjónarúmið mitt fjölskyldurúm, bæði með mínum og ykkar börnum já og að ógleymdum Stjána tiger 

Didda, 13.5.2008 kl. 11:48

4 identicon

Þessa engla er ekki hægt að standast, það veit ég af eigin reynslu...... knús knús

Rósa (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:27

5 identicon

Jésús minn það er ekki hægt að standast svona, skilaðu til Söru frænku minnar að ekkert barn hefur skaðast á því að fá að kúra svona hjá mömmu og pabba!! Reyndar las ég grein um daginn í Mogganum (og ekki lýgur hann) að þau börn sem fá sofa uppí mynda nánari tengsl við foreldra sína og vegni betur í lífinu

Kv.Hilla uppeldismenntaða frænkan

Hilla (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 13:15

6 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

já já.... Ég er nú samt farin að sakna þess að sofa uppí hjónarúminu með eiginmanni mínum, því það sem þið vitið ekki er að rúmið okkar er bara 1,35 cm á breidd og við þessar aðstæður hef ég sofið í sófanum,,,,,það er því ekki hægt að segja að maður geri ekki allt fyrir þessar elskur

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 14.5.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Didda

Skil líka þína hlið á málinu, ég væri nú doldið fúl líka ef ég þyrfti að sofa á sófanum  en þetta er alveg skaðræðis lítið hjónarúm sem þið eigið 

Koma svo Sara senjoríta......

Didda, 15.5.2008 kl. 16:26

8 Smámynd: www.zordis.com

Spurning um að lokka Brósa í sófann þegar galvösku er sofnuð í litla hjónarúmminu!

Ég ætlaði að hitta þig á föstudaginn en það kemur dagur eftir þann daginn ....

www.zordis.com, 18.5.2008 kl. 11:29

9 identicon

Já alveg sammála að þetta er eitt það besta sem maður veit um..

En við pabbi vorum nú að tala saman um daginn hvað það yrði nú æði að fara að kíkja til ykkar.. að komast í sólina..

En það er nú allt það besta að frétta af okkur hér, Gísli að bræða allar kellurnar í leikskólanum og orðinn einum of duglegur á leikvellinum.  Við ætlum svo þann 13.júni að skella okkur bara 2 með flugi norður til frænku.  Ætlum að vera frá 13. til 17,júni. Hann ætlar sko að láta frænkur sínar stjana við sig..

 Gísli er búinn að vera lasinn alla helgina og voða aumur. Fékk þessa svokölluðu Gin og Klaufaveiki og er alveg helaumur í munninum og hefur ekkert getað borðað að ráði og er rosa vælinn.  Hann nefnilega kveinkar sér aldrei yfir neinu þannig að maður er nú ekki vanur því að hann sé svona..

En jæja ætla nú að fara að henda mér í sófann og slaka á..

kv úr Kópavoginum

Nanna Wium og co (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband