19.7.2008 | 10:32
Vegna fjölda áskorana................
...........kemur nú nýtt blogg frá Spanjólunum! Það er víst kominn tími á það og ýmislegt búið að gerast síðan síðasta blogg leit dagsins ljós.
Didda systir og family komu í langþráða heimsókn og voru hér í tvær vikur. Þau reyndar voru í íbúð í Villamartín og stendur upp úr Bretastríðið sem þar var háð. En þar var breti einn sem er búinn að slá sig sem sjálfskipaðan lögregluþjón húsfélagsins og passaði hann blessaður, vel upp á að enginn væri með buslugang, engin ber brjóst og enginn bjór. Það hefði verið meira spennandi að fara á bingókvöld hjá félagi einhverfa eldri borgara með hreyfihömlun, heldur en að eyða stund með bretakvikindinu við laugina, nema þegar sauð upp úr! Þá var nú líf í lauginni! Svo var að sjálfsögðu farið á ströndina og einnig fórum við dagsferð út í Tabarca eyju og var nú kominn tími til að Spanjólarnir gæfu sér tíma til að fara þangað.
Hildur Sólveig varð 3ja ára 23. júní og var heilmikil afmælisveisla. Einnig útskrifaðist hún af leikskólanum um daginn og var farið á Burger King eftir útskriftarhátíðina. Svo er skólinn í haust, já maður er heldur betur að stækka og mikið að gerast og ekki má gleyma að taka fram að maður er hætt með snuddu.
Karen er komin með stutt hár og verður á Íslandi í allt sumar. Reyndar þurfti að stytta ferðina í báða enda vegna skólamála.
Af au pair málum er það að frétta að Mau kom til okkar eftir að Solla og Jói fluttu á klakann. Hún er síðan að leita á nýjar slóðir og í gærkvöldi kom Daniel frá Venezuela til okkar og ætlar hann að taka að sér skæruliðadeildina hér í Bahía Blanca númer 23. Hann er nú að ná úr sér ferðaþreytunni eftir 5 daga ferðalag hingað og veitir ekki af að vera úthvíldur þegar tekist er á við KGE og HSE. Hann ætlaði að færa okkur kaffi og nammi frá Venezuela en öryggislögreglan á flugvellinum í Caracas leitaði í farangrinum hans og hirti af honum allt góðgætið. Nú eru þeir að gæða sér á gæðakaffi og nammi, bölvaðir!
Elsti Spanjólinn er búinn að vera fanginu á kírópraktornum undanfarna viku. Væntanlega er um brjósklos að ræða og vonandi nær kírópraktorinn að láta það ganga til baka. Svo á maður að víst að taka því rólega á meðan verið er að reyna að koma manni í lag en það gengur nú svona og svona.
Kveðja frá Spanjólunum!
Athugasemdir
já loksins loksins kemur blogg Gaman að sjá myndir af afmælisprinsessunni sem er á einni mynd eins og mamma hennar en á hinni eins pabbinn Amma og afi komu í gær og svo er Guðlaug hér líka með skvísurnar sínar og Simmi. Hér er allt á fullu, verið að smíða 27 fm. pall undir heita pottinn og grillið. Smiðirnir voru læstir úti í morgun og var boðið Metasa hahahahahah en vildu frekar hafa ólæst (fá M. seinni partinn uhmmmmm en hér er nóg af laufblöðum hehehhehe).
Bóngó smíðakveðja, allir í Árskógunum
Marta og amma Hildur og allir hinir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:26
Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn ...... meðlimur númer 6 eða 7 ef Mau er talin í hópinn.
Það er sem sagt nóg að skora á þig sem oftast? Ekkert teflon dæmi hér
www.zordis.com, 19.7.2008 kl. 14:45
Jibbý.........
kíki á nýjasta fjölskyldumeðliminn við tækifæri
Rósa (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 08:51
We Icelandic people won the codwar
Sakna ykkar allra, og til hamingju með allt sem er í gangi hjá ykkur, þið eruð æði
Biðjum öll að heilsa Mau smellti kossi á hana, bíðum spennt eftir að fá á sjá Daníel og farið svo vel með ykkur
Didda, 21.7.2008 kl. 09:51
Nú flykkjast allat einhleypar Spánarmeyjur í heimsókn til að taka út gripinn!
......
og svo mæli ég með myndabloggi fljótlega!
www.zordis.com, 21.7.2008 kl. 19:10
allar átti það að vera.
www.zordis.com, 21.7.2008 kl. 20:33
Hola amigos!
Jæja loksins komnar nýjar myndir en voða væri gaman að sjá fleiri ;) Vá hvað börnin eldast, ólíkt okkur ;) Mér finnst eins og það hafi verið í gær þegar ég og Fjóla vorum fyrir norðan og litla prinsessan um það bil að koma í heiminn. Rosalega hefði verið gaman að skella sér með Fjólu og co en heimsókn mín bíður betri tíma. Af okkur er allt það besta að frétta. Húsa mál ganga ágætlega en Kiddi vinnur þar öllum stundum.
Bið að heilsa í bili,
Ingibjörg (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 23:18
Til hamingju með 5 ára prinsinn Það væri nú gaman að sjá myndir úr sundlaugarpartýinu og af Mikka mús kökunni !!!!!
Afmæliskveðja
Marta (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 22:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.