Þá var hljótt í kotinu!

Þá eru litlu gormarnir okkar farnir til Íslands og Daníel Au Pair með þeim. Það er ekki laust við að maður sakni þess að fá ekki morgunkoss frá litlum hvolpi sem segist vera með "óó" En auðvitað var líka kominn tími til þess að klippa á naflastrenginn hjá sumum og við skulum ekki nefna nein nöfn í því sambandi Whistling En fyrstu fréttir frá ömmu og afa í sveitinni benda til þess að hegðunin sé til fyrirmyndar. Við skulum svo vona að það endist út túrinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð Sara mín,

 Rétt að kvitta fyrir innlitið. Vonandi nýtur þú þess í botn að vera ein með kallinum, váááá nice. Hlakka til að sjá þig í næsta mánuði.

Adios

Ingibjörg (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:04

2 identicon

Búin að hitta englana  Þau eru nú bara algjör krútt og voru alveg til í fjallgöngu með frænku sinni í brekkunni fyrir ofan bústaðinn. KG var mjög hugaður ásamt RR en HS hékk í mér, svo komumst við ekki niður !  Sumir létu sig bara gossa á rassinum niður brekkuna en ég reyndi að finna færa leið fyrir mig og HS en rann allt í einu af stað með barnið í fanginu................og fékk meiddi á síðuna   Hún kyssti á bágtið og mér batnaði auðvitað með það sama.

Hafið þið það nú gott tvö í kotinu og njótið þagnarinnar hahahahah

Marta og Gústi (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: www.zordis.com

Þögnin er stundum erfið ...

www.zordis.com, 18.8.2008 kl. 22:37

4 identicon

Hæhæ..

þá er ég komin til Akureyrar og byrjaði minn fyrsta skóladag í dag í Háskólanum á Akureyrir Jebb Kellan sest á skólabekk eftir 10 ára pásu.. laaanga pásu.. En nú tekur harkan við..

Litlu skæruliðarnir 3 koma í dag með ömmu og afa og hlakka ég mikið til að sjá þau, svo langt síðan ég knúsaði þau. Rebba var nú reyndar ekki ánægð að ég væri nú bara að koma ein norður aftur því hún vildi sko hafa litla frænda líka. En hann er nú í svaka orlofi bara hjá ömmu og afa í Kef. Sefur til 9.30 á morgnanna sem gerist ALDREI hjá foreldrunum.. Ég eyddi nú næstum öllum deginu í gær að búa til geisladisk fyrir Emilíu sem boðskort í afmælið, setti saman myndir, tónlist og texta og brenndi slideshow á disk.. Bárum út í gærkvöldi og svo í morgun athugaði hún hjá vinkonu sinni hvort þetta hafi tekist þá sáust myndirnar ekki.. Hún varð svo miður sín að frænkan verður nú að reyna að redda þessu í dag svo boðskortið verði nú fullkomið eins gott að maður standi sig nú í frænkuhlutverkinu.

En jæja nóg af blaðri, er að bíða eftir síðasta kynningarfundinum í dag, sit hér í salnum á Háskólanum alveg að sofna..

En vona að þið njótið þess í botn að slaka á og njóta hvors annars.. veit að sum hjón sofa og sofa og sofa þegar börnin eru í burtu.. hihi

lov and kisses

Nýneminn Nanna

Nanna Wium (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 14:39

5 Smámynd: Didda

Æji njótið ykkar bara í botna spanjólarnir mínir

Litlu spanjólagormarnir eru að koma til okkar seinnipartinn í dag það er búið að sprauta kisuhjörðina niður því mér skilst að það sé gríðarleg spenna að fá að hitta kisurnar og handleika þær og væntanlega að hlaupa gólandi á eftir þeim

En það bíða allir spenntir eftir að fá að knúsa þau og kyssa

Hafið það gott elskurnar mínar miss you

Didda, 21.8.2008 kl. 11:45

6 identicon

Jæja.................Á ekkert að fara að skrifa hvernig börnum gengur í skólum og svoleiðis.....??...

Og kannski setja nýjar myndir inn.....

Fjóla (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:11

7 Smámynd: Didda

Vó drífa sig að fara að blogga, ég er blogglöt en þú ert nú að slá mig út litli bróðir

Didda, 11.9.2008 kl. 23:10

8 Smámynd: www.zordis.com

www.zordis.com, 13.9.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband