18.10.2008 | 12:47
Spanjólarnir flytja til Íslands!
Jæja gott fólk. Þá erum við víst á leiðinni á klakann aftur! Áfangastaður er flóttamannabúðirnar í Oddeyrargötu 36. Þar ætla afi og amma og Ljósa og family að taka á móti okkur og aðstoða okkur í þessu öllu saman. TAKK TAKK KÆRLEGA FYRIR ÞAÐ! Það er nú þannig að stundum ganga hlutirnir ekki upp og þá er gott að eiga góða að. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hér á Spáni þá förum við ekki héðan með biturð eða sárindi í huga. Við lítum á þetta sem dýrmæta reynslu sem við öll njótum góðs af í framtíðinni. Vissulega var þetta ekki planið þegar lagt var að stað en það verður bara að bíta á jaxlinn og spila úr því sem við höfum. Við viljum þakka öllu því góða fólki sem við erum búin að kynnast og vinna með þessi tæpu þrjú ár sem við höfum búið hér á Spáni.
Athugasemdir
www.zordis.com, 18.10.2008 kl. 13:36
Ljósa kemur á flóttamannabílnum og fer með ykkur í flóttamannabúðirnar
Fjölskyldan stendur saman, ekki spurning
Didda, 18.10.2008 kl. 15:28
Kæra fjölskylda
Það var indislegt að kynnast ykkur hér á Spáni og takk fyrir allar klippingarnar. Gangi ykkur vel á Íslandi.
kær kveðja
Lilja
Lilja (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.