Íslandsflutningurinn undirbúinn!

Það eru blendnar tilfinningar Crying hjá Spanjólunum við undirbúning flutningsins til Íslands. Þó alltaf sé gaman að komast í faðm ættingja og vina þá erum við líka að yfirgefa vini okkar hér á Spáni. Við fáum reglulega hjálpandi hendur í heimsókn og sumir fara ekki tómhentir til baka. T.d. fækkaði verulega í hópnum í kvöld þegar Javi og Ruben Cortes ( rétt að nefna að það eru hamstararnir okkar ) fóru á annað heimili í kvöld. Það voru Matteo, skólabróðir Kristins Gígjars og Blanca, litla systir Matteo sem voru svo "heppin" að eignast þá blessaða. Mér skilst að móðir þeirra brosi ekki hringinn en hvað gera foreldrarnir ekki fyrir litlu afkvæmin sín! Þó það kosti regluleg þrif á búri og kvikindum ( fyrir hamstrana sko Wink ) sem blessuð börnin sinna oftast ekki nógu vel. Sá sem þetta ritar kannast við það sjálfur af sínu æskuheimili þar sem voru hamstrar, fuglar og fleiri kvikindi!

Svo mættu Rósa og Manuel og þau fóru með Hildi Sólveigu með sér yfir nóttina. Manuel spurði hana hvort hún ætlaði að koma með  honum heim sem og hún samþykkti Grin og þá var ekkert aftur snúið. Hún byrjaði strax að klæða sig í skó og gera sig klára. Þá var reynt að klóra í bakkann og henni sagt að hún yrði að borða kvöldmatinn ef hún ætti að fara með. Þorskur af íslandsmiðum stappaður með kartöflum og smjöri og góður skammtur af tómatsósu rann ljúflega niður, þrátt fyrir eindreigna neitun á þessum rétti, rétt áður. Þannig að mín stóð við sitt og Manuel varð að gerast barnfóstra í kvöld og væntanlega með nýja hjásvæfu í nótt. Og Rósa nýkomin frá Íslandi eftir fjögurra vikna túr og væntanlega ekki búið að taka úr sér hrollinn þegar 3ja ára fyrirbæri með ákveðnar skoðanir er komið inn á gafl hjá skötuhjúunum.  Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hildur Sólveg vefur sennilega Don M um fingur sér.  Hlakka til að hitta Söru í kvöld og gangi ykkur vel í pakkaflóðinu!

Ef ég get lagt hönd á plóg þá hef ég hönd!!!

www.zordis.com, 25.10.2008 kl. 12:03

2 identicon

Gangi ykkur vel að flytja til Íslands elskulega fjölskylda :-)

knús

KLC

Kristbjörg Linda (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband