Spánn í dag, Ísland á morgun!

Þá er tæplega þriggja ára spánardvöl Spanjólanna að ljúka. Það var margt að gerast hjá okkur í dag. Það var síðasti skóladagurinn hjá Kristni Gígjari og Hildi Sólveigu og voru þau kvödd með virktum af skólafélögum og starfsfólki skólans. Við fengum líka marga í heimsókn í dag sem köstuðu kveðju á Spanjólana. Reyndar er heimilið orðið fátæklegt þar sem nánast er búið að pakka og mikið af innbúinu komið á aðra staði. En best að hafa sem fæst orð um þetta og láta myndirnar tala sínu máli. Ekki veitir heldur af að koma sér í háttinn þar sem að langt ferðalag er fyrir höndum með millilendingu í London. Takk kærlega til ykkar allra! Smile
 
P6100041P6100052P6100044P6100051P6100017

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gangi ykkur allt í haginn og megi Guð og gaefan vísa ykkur veg sem ávallt!  Það er vissulega söknuður að missa ykkur en það er bara tímabundið

www.zordis.com, 6.11.2008 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband