Er að verða kominn mánuður síðan við fluttum á KLAKANN!

Og löngu kominn tími á að segja fréttir af Spanjólunum í Oddeyrargötu 36! Wink Hildur Sólveig og Kristinn Gígjar eru byrjuð á leikskólanum Krógabóli og gengur það alveg ljómandi vel. Karen er byrjuð í Brekkuskóla og er eins og fyrri daginn, dugleg að stunda námið. Elsti Spanjólinn byrjaði nánast strax og lent var á Íslenskri grund að vinna á afgreiðslunni á BSO. Það er reyndar tímabundið starf en vonandi verður framhald þar á. Einnig er von um afleysingu á leigubílum, þannig að vonandi verður nóga atvinnu að hafa næstu vikur og mánuði. Sara er að byrja í fyrramálið að vinna í Allanum sem er kínastaður hér í bæ og einnig er hún búin að taka að sér ræstingu hjá Samvirkni sem er fyrirtækið sem Didda systir og Stjáni eiga hlut í. En þar sem að pyngjan er létt og víðsjárverðir tímar framundan höfum við ákveðið að slá á frest leit að leiguhúsnæði og vera lengur í Oddeyrargötunni. Að sjálfsögðu er það gert í samráði við aðra íbúa hér í húsinu þannig að ekki er um að ræða að við séum hústökufólk. Bandit Þetta fer að minna á gamla tíma hér í Oddeyrargötu 36, hvað íbúafjölda og fjör á bænum varðar, en 11 manns og 6 kettir búa hér núna. Reyndar eru yngstu Spanjólarnir þokkalega fyrirferðamiklir og sjá fyrir heilmiklu stuði Wizard  hér á bænum og er Hildur Sólveig að sækja mikið á, í þeim efnum þessa dagana og er farin að minna á ónefndar frænkur sínar sem búa undir sama þaki. Whistling En það þýðir ekkert annað en að snúa bökum saman í kreppunni og sigla saman í gegnum þetta allt saman!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús knús öll saman og gangi ykkur allt í haginn   sakna ykkar alveg helling.

p.s. Guðný biður að heilsa ykkur öllum, hún kemur 14.des.

Gleðileg jól krúttin mín.

Rósa

Rósa (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 09:45

2 Smámynd: www.zordis.com

Gott að heyra að vel gengur og mest um vert að vera með vinnu svo tikkið geti byrjað! Ég efast nú ekki um fjörið og þú hefur nú sagt nokkrar fjörsögur við matarborðið svo ég er nokkuð viss að það vantar ekki líf og fjör í bæjinn.

Krossa putta í dag fyrir Söru! GAngi ykkur allt ógisslega vel!

www.zordis.com, 3.12.2008 kl. 12:46

3 identicon

Gott að heyra að allt er að komast í gang hjá ykkur og krakkarnir hressir.  Frábært líka að hafa svona gott fólk í kringum sig og eitt er víst að ekki leiðist þeim á meðan þau njóta félagsskapar ykkar. Gangi ykkur sem allra best og hafið það sem allra best í jólamánuðinum

kær kveðja

Lilja

lilja (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:53

4 identicon

gaman að lesa, þú "segir" svo skemmtilega frá og gaman að fylgjast með ykkur eftir öll þessi ár

jóna björg (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 07:04

5 Smámynd: www.zordis.com

Verður ekki afmælisfærsla og öppdeit!

Knús á litlu ólátabelgina!!!

www.zordis.com, 16.12.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband