27.1.2009 | 03:41
Næturvaktarblogg!
Þar sem var búið að lofa bót og betrun í bloggheimum, þá er best að standa við það. Og hvað er betra en nota rólega næturvakt á BSO í það. Reyndar ekki margt að segja frá þessa dagana og ekki förum við Spanjólar að tjá okkur um pólitíkina. Á morgun lýkur afleysingu á leigubíl hjá elsta Spanjólanum og verður vonandi frí í nokkra daga fram að næsta verkefni. Skæruliðarnir halda sínu striki og það gengur vel hjá þeim í leikskólanum. Hildi Sólveigu reyndar tekst að gera nánast vesen úr öllu sem hún gerir og reynir hún verulega á þolinmæðina hjá foreldrum sínum. Úff.........hvernig verða unglingsárin fyrst hún er svona núna! Vonandi að hún verði búin að tappa af öllu veseni áður og verði rólegur táningur!
Athugasemdir
Sumar gelgjur byrja á fjórða ári og enda um tvítugt............. Hildur Sólveig er æði.......... ég held að hún sé hreinlega sú yngsta sem ég veit um........
Knús á ykkur krúttkúlurnar mínar
Rósa (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.