Spanjólarnir dreifa sér á KLAKANN!

Þá eru Spanjólarnir dreifðir um landið þó að meirihlutinn sé enn þá heima hjá sér. Kristinn Gígjar fór í dag til Breiðdalsvíkur til afa og ömmu í sveitinni. Hann fór með frænkum sínum, Rut, Emelíu og Rebekku. Svo stormaði Sara í Borgina og ætlar að heiðra afmælisveisluna hjá nojurunum, Hrafnhildi og Benna, með nærveru sinni. Svo er hún ekki búin að fá nóg af flutningum W00t og ætlar að hjálpa Agnesi að flytja nú um helgina. Elsti og yngsti Spanjólalarnir fóru með mömmu út á flugvöll og kysstu hana bless og var allt í þessu fína þar til var komið aftur út í bíl. Þá braust út gríðarlegur söknuður Crying hjá yngsta Spanjólanum, sem má sjá hér sem frosk, P9030067með gráti og táraflóði alla leiðina heim. Sem betur fer voru tveir kettir fyrir utan þegar við komum heim og dugði það til að mömmusöknuðurinn gleymdist þar með! Sem betur fer tókst elsta Spanjólanum að halda aftur af sínum tilfinningum og þarf ekki að hafa fleiri orð um það hér Wink
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á ykkur krúttkúlurnar mínar ,,,, miss you loads....

Rósa (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: www.zordis.com

Þú hefur grátið þig í svefn elskulegur! Sætur froskurinn, sá líka 2 tígur hjá Diddunni sem voru afskaplega krúttlegir ....

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband