23.2.2009 | 15:36
Risaeðlurnar málaðar!
Hjá Spanjólunum er ekki mikið að frétta þessa dagana en þar sem elsti Spanjólinn er í fríi í dag og á morgun er rétt að skutla inn einu smá bloggi. Skæruliðaspanjólarnir fóru að venju í leikskólann í dag og voru að sjálfsögðu bollur á boðstólnum og var Kristinn Gígjar sérstaklega ánægður með það. Systir hans hefur ekki fallið eins mikið fyrir bollunum og hann. Annars voru þau mjög góð um helgina og var farið út að renna sér í snjónum og svo var keypt málning og flíkkað upp á risaeðlurnar og eru flestar komnar með nýtt útlit eftir þá yfirhalningu. Þar sem þó nokkuð er til á bænum af risaeðlum þá er þetta þó nokkuð verk og er úthaldið enn á stofuborðinu þar sem verkinu er ekki lokið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.