25.2.2009 | 10:49
Öskudagur
Jæja....... loksins rann upp öskudagurinn hjá Spanjólunum. Kristinn Gígjar vaknaði mjög snemma til að vera klár í slaginn og Hildur Sólveig var kominn með rænu stuttu seinna. Gaman ef þau væru alltaf svona viljug að rífa sig á fætur! Það var allt sett á fullt og búningarnir mátaðir. Kristinn Gígjar er risaeðla og Hildur Sólveig er froskur. Svo þurfti að skipta um búning til að prófa búning hins. Svo var brunað í leikskólann í vonda veðrinu. Síðan ætlar leikskólinn að taka strætó niður í bæ og væntanlega verður eitthvað sungið og vonandi fæst eitthvað nammi fyrir.
Athugasemdir
Elsku krúttmýsnar mínar, ferlega sæt og dugleg alltaf.
Knús á ykkur öll.
Rósa (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.