13.3.2009 | 04:03
Á taxa-næturvaktinni!
Þá er rétt að skutla inn einu léttu bloggi hér á taxa-næturvaktinni! Rólegt að gera eins og er þó það detti einn og einn túr. Nóg að gera hjá elsta Spanjólanum þessa dagana. Það er fasta vinnan í afgreiðslunni á BSO og líka að keyra leigubíl á milli vakta. Get reyndar einbeitt mér eingöngu að vinnunni þessa helgina þar sem Sara og skæruliðaspanjólarnir skelltu sér suður með Ljósu sem er að fara að sýna Pan á kattasýningu. Þau eru núna í Hreðavatnsskála hjá Tolla og Sigrúnu og svo verður haldið í Borgina á morgun. Annars er það að frétta að Sara er hætt að vinna í Allanum en er byrjuð að vinna á veitingastaðnum Strikinu og telur hún það nokkuð góð skipti! Allir eru annars hressir og kátir og Spanjólarnir horfa vongóðir fram á veginn með von um betri tíð með hækkandi sól.
Athugasemdir
Knús á ykkur öll
Sakna ykkar ekkert smá mikið
Rósa (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.