29.7.2009 | 21:22
Allt gott að frétta af Spanjólunum!
Loks þegar við fengum nettengingu þá hrundi tölvan. Sem betur fer þá töpuðust engar myndir í þessum tölvuvandræðum. Þannig að nú er allt að færast í rétt horf hjá okkur hér í Byggðaveginum og á húsmóðirin á heimilinu stærstan hlut þar að máli, þar sem að elsti Spanjólinn sást lítið heima hjá sér fyrstu 6 - 7 vikurnar eftir flutningana, nema þá sofandi.
Þegar vinnulotunni miklu lauk hjá elsta Spanjólanum, dreif fjölskyldan sig í útilegu og fékk þar íslenska sumarið beint í æð, rigningu og kulda! Ekki var laust við að söknuður eftir spánarsól og ódýru rauðvíni tæki sig upp.
Yngsti Skæruliða-Spanjólinn átti afmæli um daginn, 23. júní. Var haldin vegleg veisla og er ekki að sjá annað, á meðfylgjandi mynd, annað en að hér sé á ferðinni algjör engill en ekki skæruliði. Stutt er í næsta skæruliða-afmæli þegar næst yngsti Spanjólinn heldur upp á sex ára afmælið þann 3. ágúst.
Athugasemdir
Til hamingju með daginn í dag Kristinn Gígjar og Hildur Sólveig til lukku með afmælið um daginn. Mikið óskaplega eruð þið orðin stór allt í einu, mér finnst ég hafi misst af einhverju.
Kær kveðja á nýja heimilið krúttin mín.
Rósa (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.