Fyrsta tönnin farin og margt annað að gerast!

Fyrsta tönnin farin.Þá er okkar maður búinn að missa fyrstu barnatönnina Wink og gerðist það í skólanum í gær. Þetta var tekið mjög alvarlega í morgun þegar vaknað var, og stóð til að opna súkkulaðidagatalið, eins og vanalega. Nei, það kom ekki til greina að úða í sig sælgæti þar sem maður var nýbúinn að missa tönn og stóð þessi ákvörðun alveg í heilar fimm mínútur eða tæplega það. Whistling

Mæðgur að pakka inn.Svo er nóg að gera við að pakka inn jólagjöfum. Eins og sjá má á myndinni leggja mæðgur mikla áherslu á að pakkarnir séu skrautlegir á að líta. Amma og Afi í Sveitinni verða örugglega ekki svikin af útlitinu á þessum pakka. W00t

Svo er líka búið að baka þetta girnilega piparkökuhús sem litlir munnar bíða spenntir eftir að kjamsa á.

Á Spóanum, sem er deildin hennar Hildar Sólveigar á Krógabóli, hafa þau verið að vinna með rauða litinn í desember. Í dag er rauður dagur hjá þeim og þess vegna fer Hildur Sólveig rauðklædd og með jólasveinahúfu á leikskólann í dag. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Til lukku með litla tannálfinn ykkar ... 5 mín er langur tími hehehehe

Jólakveðjur Norður !

www.zordis.com, 14.12.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband