Færsluflokkur: Bloggar
8.5.2010 | 00:00
Fallin tönn og 1. maí hlaup!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.2.2010 | 13:14
Þorrablót í Oddeyrargötunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2009 | 13:14
Svo féllu númer tvö og þrjú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2009 | 09:30
Fyrsta tönnin farin og margt annað að gerast!
Þá er okkar maður búinn að missa fyrstu barnatönnina og gerðist það í skólanum í gær. Þetta var tekið mjög alvarlega í morgun þegar vaknað var, og stóð til að opna súkkulaðidagatalið, eins og vanalega. Nei, það kom ekki til greina að úða í sig sælgæti þar sem maður var nýbúinn að missa tönn og stóð þessi ákvörðun alveg í heilar fimm mínútur eða tæplega það.
Svo er nóg að gera við að pakka inn jólagjöfum. Eins og sjá má á myndinni leggja mæðgur mikla áherslu á að pakkarnir séu skrautlegir á að líta. Amma og Afi í Sveitinni verða örugglega ekki svikin af útlitinu á þessum pakka.
Svo er líka búið að baka þetta girnilega piparkökuhús sem litlir munnar bíða spenntir eftir að kjamsa á.
Á Spóanum, sem er deildin hennar Hildar Sólveigar á Krógabóli, hafa þau verið að vinna með rauða litinn í desember. Í dag er rauður dagur hjá þeim og þess vegna fer Hildur Sólveig rauðklædd og með jólasveinahúfu á leikskólann í dag.
Bloggar | Breytt 14.12.2009 kl. 03:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2009 | 23:12
Fallegu og duglegu börnin okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.8.2009 | 10:37
Sá sú sa? Og Raya týnd, aftur! :(
Yngsti Spanjólinn spurði mig þessarar spurningar (Sá sú sa?) þegar við vorum að ræða eitthvað atriði (sem ég reyndar man ekki hvað var) úr daglega lífinu. Svarið við því hvað Sá sú sa þýðir, er hérna neðar í greininni, fyrir neðan tilkynninguna vegna Rayu sem er týnd aftur, og getið þið dundað ykkur við að giska á hvað þetta þýðir áður en þið kíkið á rétta svarið.
Hún Raya er týnd. Hún er fjögurra mánaða gömul og á heima í Byggðavegi 122. Hún er hvít á litinn með gulbröndótt skott og gulbröndótt og grátt á höfðinu og svarta línu út frá hægra auganu. Hún er með bleika ól. Hún er mjög gæf, kelin og forvitin og gæti hafa farið inn í kjallara og lokast inni. Stutt er síðan lítil stelpa fékk hana í afmælisgjöf og er hennar sárt saknað. Endilega að kíkja eftir henni og láta okkur vita í síma 445 6193 eða 891 6193 ef þið hafið einhverjar fréttir af henni.
Sá sú sa? = Sást þú það?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2009 | 14:33
Afmæli, slysadeild og týnd kisa.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.7.2009 | 21:22
Allt gott að frétta af Spanjólunum!
Loks þegar við fengum nettengingu þá hrundi tölvan. Sem betur fer þá töpuðust engar myndir í þessum tölvuvandræðum. Þannig að nú er allt að færast í rétt horf hjá okkur hér í Byggðaveginum og á húsmóðirin á heimilinu stærstan hlut þar að máli, þar sem að elsti Spanjólinn sást lítið heima hjá sér fyrstu 6 - 7 vikurnar eftir flutningana, nema þá sofandi.
Þegar vinnulotunni miklu lauk hjá elsta Spanjólanum, dreif fjölskyldan sig í útilegu og fékk þar íslenska sumarið beint í æð, rigningu og kulda! Ekki var laust við að söknuður eftir spánarsól og ódýru rauðvíni tæki sig upp.
Yngsti Skæruliða-Spanjólinn átti afmæli um daginn, 23. júní. Var haldin vegleg veisla og er ekki að sjá annað, á meðfylgjandi mynd, annað en að hér sé á ferðinni algjör engill en ekki skæruliði. Stutt er í næsta skæruliða-afmæli þegar næst yngsti Spanjólinn heldur upp á sex ára afmælið þann 3. ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2009 | 12:09
Spanjólarnir eru flutt í Byggðaveginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2009 | 18:46
Skoðanakönnun Spanjólanna.
Spanjólarnir óska ykkur öllum gleðilegra páska.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)