Færsluflokkur: Bloggar

Á taxa-næturvaktinni!

Þá er rétt að skutla inn einu léttu bloggi hér á taxa-næturvaktinni! Rólegt að gera Gasp eins og er þó það detti einn og einn túr. Nóg að gera hjá elsta Spanjólanum þessa dagana. Það er fasta vinnan í afgreiðslunni á BSO og líka að keyra leigubíl á milli vakta. W00t Get reyndar einbeitt mér eingöngu að vinnunni þessa helgina þar sem Sara og skæruliðaspanjólarnir skelltu sér suður með Ljósu sem er að fara að sýna Pan á kattasýningu. Þau eru núna í Hreðavatnsskála hjá Tolla og Sigrúnu og svo verður haldið í Borgina á morgun. Annars er það að frétta að Sara er hætt að vinna í Allanum en er byrjuð að vinna á veitingastaðnum Strikinu og telur hún það nokkuð góð skipti! Wink Allir eru annars hressir og kátir og Spanjólarnir horfa vongóðir fram á veginn með von um betri tíð með hækkandi sól. Cool

Öskudagur

Jæja....... loksins rann upp öskudagurinn hjá Spanjólunum. W00t Kristinn Gígjar vaknaði mjög snemma til að vera klár í slaginn og Hildur Sólveig var kominn með rænu stuttu seinna. Gaman ef þau væru alltaf svona viljug að rífa sig á fætur! Whistling Það var allt sett á fullt og búningarnir mátaðir. Kristinn Gígjar er risaeðla Risaeðlan og froskurinn og Hildur Sólveig er froskur. Svo þurfti að skipta um búning til að prófa búning hins. Svo var brunað í leikskólann í vonda veðrinu. Síðan ætlar leikskólinn að taka strætó niður í bæ og væntanlega verður eitthvað sungið og vonandi fæst eitthvað nammi fyrir.

Bolludagur

BolludagsstrákurEins og sjá má tók okkar maður hraustlega á því í bollunum. Hann skilur samt ekki af hverju það er bara bolludagur einu sinni á ári? Errm Honum finnst þeir eiga að vera mikið oftar, a.m.k. á hverjum degi ársins! Whistling

Risaeðlurnar málaðar!

Hjá Spanjólunum er ekki mikið að frétta þessa dagana Gasp en þar sem elsti Spanjólinn er í fríi í dag og á morgun er rétt að skutla inn einu smá bloggi. Skæruliðaspanjólarnir fóru að venju í leikskólann í dag og voru að sjálfsögðu bollur á boðstólnum og var Kristinn Gígjar sérstaklega ánægður Smile með það. Systir hans GetLost hefur ekki fallið eins mikið fyrir bollunum og hann. Annars voru þau mjög góð um helgina og var farið út að renna sér í snjónum og svo var keypt málning og flíkkað upp á risaeðlurnar og eru flestar komnar með nýtt útlit eftir þá yfirhalningu. Þar sem þó nokkuð er til á bænum af risaeðlum þá er þetta þó nokkuð verk og er úthaldið enn á stofuborðinu þar sem verkinu er ekki lokið. Hildur Sólveig málar Kalla risaeðluKristinn Gígjar risaeðlumálari

Spanjólarnir dreifa sér á KLAKANN!

Þá eru Spanjólarnir dreifðir um landið þó að meirihlutinn sé enn þá heima hjá sér. Kristinn Gígjar fór í dag til Breiðdalsvíkur til afa og ömmu í sveitinni. Hann fór með frænkum sínum, Rut, Emelíu og Rebekku. Svo stormaði Sara í Borgina og ætlar að heiðra afmælisveisluna hjá nojurunum, Hrafnhildi og Benna, með nærveru sinni. Svo er hún ekki búin að fá nóg af flutningum W00t og ætlar að hjálpa Agnesi að flytja nú um helgina. Elsti og yngsti Spanjólalarnir fóru með mömmu út á flugvöll og kysstu hana bless og var allt í þessu fína þar til var komið aftur út í bíl. Þá braust út gríðarlegur söknuður Crying hjá yngsta Spanjólanum, sem má sjá hér sem frosk, P9030067með gráti og táraflóði alla leiðina heim. Sem betur fer voru tveir kettir fyrir utan þegar við komum heim og dugði það til að mömmusöknuðurinn gleymdist þar með! Sem betur fer tókst elsta Spanjólanum að halda aftur af sínum tilfinningum og þarf ekki að hafa fleiri orð um það hér Wink
 
 

Næturvaktarblogg!

Þar sem var búið að lofa bót og betrun í bloggheimum, þá er best að standa við það. Og hvað er betra en nota rólega næturvakt á BSO í það. Reyndar ekki margt að segja frá þessa dagana og ekki förum við Spanjólar að tjá okkur um pólitíkina. Frown Á morgun lýkur afleysingu á leigubíl hjá elsta Spanjólanum og verður vonandi frí í nokkra daga fram að næsta verkefni. Skæruliðarnir Ninja halda sínu striki og það gengur vel hjá þeim í leikskólanum. Hildi Sólveigu reyndar tekst að gera nánast vesen úr öllu sem hún gerir og reynir hún verulega á þolinmæðina hjá foreldrum sínum. Crying Úff.........hvernig verða unglingsárin fyrst hún er svona núna! Vonandi að hún verði búin að tappa af öllu veseni áður og verði rólegur táningur! GetLost 

Gríðarleg bloggleti........lofa bót og betrun!!!!

Eins og flestir vita sem reyna að fylgjast með þessu bloggi okkar þá er búin að vera gríðarlega léleg frammistaða á þeim bænum. Nú skal tekið á þeim málum og lofum við vera dugleg að setja inn myndir og segja frá því helsta sem gerist hjá Spanjólunum í Oddeyrargötunni. Skæruliðspanjólarnir eru hjá ömmu og afa á Breiðdalsvík og við hin erum nýkomin frá í Reykjavík City og lífið að komast í fastar skorður hér í höfuðstað Norðurlands.

Er að verða kominn mánuður síðan við fluttum á KLAKANN!

Og löngu kominn tími á að segja fréttir af Spanjólunum í Oddeyrargötu 36! Wink Hildur Sólveig og Kristinn Gígjar eru byrjuð á leikskólanum Krógabóli og gengur það alveg ljómandi vel. Karen er byrjuð í Brekkuskóla og er eins og fyrri daginn, dugleg að stunda námið. Elsti Spanjólinn byrjaði nánast strax og lent var á Íslenskri grund að vinna á afgreiðslunni á BSO. Það er reyndar tímabundið starf en vonandi verður framhald þar á. Einnig er von um afleysingu á leigubílum, þannig að vonandi verður nóga atvinnu að hafa næstu vikur og mánuði. Sara er að byrja í fyrramálið að vinna í Allanum sem er kínastaður hér í bæ og einnig er hún búin að taka að sér ræstingu hjá Samvirkni sem er fyrirtækið sem Didda systir og Stjáni eiga hlut í. En þar sem að pyngjan er létt og víðsjárverðir tímar framundan höfum við ákveðið að slá á frest leit að leiguhúsnæði og vera lengur í Oddeyrargötunni. Að sjálfsögðu er það gert í samráði við aðra íbúa hér í húsinu þannig að ekki er um að ræða að við séum hústökufólk. Bandit Þetta fer að minna á gamla tíma hér í Oddeyrargötu 36, hvað íbúafjölda og fjör á bænum varðar, en 11 manns og 6 kettir búa hér núna. Reyndar eru yngstu Spanjólarnir þokkalega fyrirferðamiklir og sjá fyrir heilmiklu stuði Wizard  hér á bænum og er Hildur Sólveig að sækja mikið á, í þeim efnum þessa dagana og er farin að minna á ónefndar frænkur sínar sem búa undir sama þaki. Whistling En það þýðir ekkert annað en að snúa bökum saman í kreppunni og sigla saman í gegnum þetta allt saman!

Komin á klakann!

Eftir sögulegt ferðalag erum við mætt á klakann. Shocking En nánar um þá ferðasögu seinna. Við erum núna hjá Gilla og Kollu í Keflavík og erum að fara á Álftanesið til Fjólu, þar sem við verðum í nótt. Svo mæta Ljósa og Diljá á flóttamannabílnum og koma okkur á áfangastað, til Akureyrar. Það er ekki eftir neinu að bíða þar sem vinnan bíður fyrir elsta Spanjólann, strax seinni partinn á sunnudaginn. En ekki tími fyrir meira núna. Langamma er farin að bíða eftir heimsókn Spanjólanna.

Spánn í dag, Ísland á morgun!

Þá er tæplega þriggja ára spánardvöl Spanjólanna að ljúka. Það var margt að gerast hjá okkur í dag. Það var síðasti skóladagurinn hjá Kristni Gígjari og Hildi Sólveigu og voru þau kvödd með virktum af skólafélögum og starfsfólki skólans. Við fengum líka marga í heimsókn í dag sem köstuðu kveðju á Spanjólana. Reyndar er heimilið orðið fátæklegt þar sem nánast er búið að pakka og mikið af innbúinu komið á aðra staði. En best að hafa sem fæst orð um þetta og láta myndirnar tala sínu máli. Ekki veitir heldur af að koma sér í háttinn þar sem að langt ferðalag er fyrir höndum með millilendingu í London. Takk kærlega til ykkar allra! Smile
 
P6100041P6100052P6100044P6100051P6100017

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband