Færsluflokkur: Bloggar
31.10.2008 | 23:12
Allt að gerast hjá Spanjólunum.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.10.2008 | 02:04
Íslandsflutningurinn undirbúinn!
Það eru blendnar tilfinningar hjá Spanjólunum við undirbúning flutningsins til Íslands. Þó alltaf sé gaman að komast í faðm ættingja og vina þá erum við líka að yfirgefa vini okkar hér á Spáni. Við fáum reglulega hjálpandi hendur í heimsókn og sumir fara ekki tómhentir til baka. T.d. fækkaði verulega í hópnum í kvöld þegar Javi og Ruben Cortes ( rétt að nefna að það eru hamstararnir okkar ) fóru á annað heimili í kvöld. Það voru Matteo, skólabróðir Kristins Gígjars og Blanca, litla systir Matteo sem voru svo "heppin" að eignast þá blessaða. Mér skilst að móðir þeirra brosi ekki hringinn en hvað gera foreldrarnir ekki fyrir litlu afkvæmin sín! Þó það kosti regluleg þrif á búri og kvikindum ( fyrir hamstrana sko ) sem blessuð börnin sinna oftast ekki nógu vel. Sá sem þetta ritar kannast við það sjálfur af sínu æskuheimili þar sem voru hamstrar, fuglar og fleiri kvikindi!
Svo mættu Rósa og Manuel og þau fóru með Hildi Sólveigu með sér yfir nóttina. Manuel spurði hana hvort hún ætlaði að koma með honum heim sem og hún samþykkti og þá var ekkert aftur snúið. Hún byrjaði strax að klæða sig í skó og gera sig klára. Þá var reynt að klóra í bakkann og henni sagt að hún yrði að borða kvöldmatinn ef hún ætti að fara með. Þorskur af íslandsmiðum stappaður með kartöflum og smjöri og góður skammtur af tómatsósu rann ljúflega niður, þrátt fyrir eindreigna neitun á þessum rétti, rétt áður. Þannig að mín stóð við sitt og Manuel varð að gerast barnfóstra í kvöld og væntanlega með nýja hjásvæfu í nótt. Og Rósa nýkomin frá Íslandi eftir fjögurra vikna túr og væntanlega ekki búið að taka úr sér hrollinn þegar 3ja ára fyrirbæri með ákveðnar skoðanir er komið inn á gafl hjá skötuhjúunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2008 | 12:47
Spanjólarnir flytja til Íslands!
Jæja gott fólk. Þá erum við víst á leiðinni á klakann aftur! Áfangastaður er flóttamannabúðirnar í Oddeyrargötu 36. Þar ætla afi og amma og Ljósa og family að taka á móti okkur og aðstoða okkur í þessu öllu saman. TAKK TAKK KÆRLEGA FYRIR ÞAÐ! Það er nú þannig að stundum ganga hlutirnir ekki upp og þá er gott að eiga góða að. Þrátt fyrir að hlutirnir hafi ekki gengið upp hér á Spáni þá förum við ekki héðan með biturð eða sárindi í huga. Við lítum á þetta sem dýrmæta reynslu sem við öll njótum góðs af í framtíðinni. Vissulega var þetta ekki planið þegar lagt var að stað en það verður bara að bíta á jaxlinn og spila úr því sem við höfum. Við viljum þakka öllu því góða fólki sem við erum búin að kynnast og vinna með þessi tæpu þrjú ár sem við höfum búið hér á Spáni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 00:05
Könnun hjá Spanjólunum!
Við viljum vekja athygli á gríðarlega mikilvægri könnun sem er á síðunni hjá okkur!
Við erum að spá í hvort að við fáum ekki eins margar heimsóknir til okkar á árinu 2008, af því að við erum svo leiðinleg? 23,5% svara því til að það sé ástæðan fyrir því að þau ætli ekki að heimsækja okkur, vegna þess! En þar sem að þetta er aðeins skoðanakönnun þá munum við bíða þar til árið mun renna sitt skaut og sjá til hvort þetta er virkilega raunin! En ljósi punkturinn er að 29,4% ætla örugglega að heimsækja okkur! Þegar á öllu er á botninn hvolft þá viljum við að sjálfsögðu ekki fá þá í heimsókn sem finnst við vera leiðinleg og væntanlega munu þeir hinir sömu ekki koma í heimsókn til okkar af sömu ástæðu. En takk samt fyrir að taka þátt í litlu könnunni okkar! Hvort sem ykkur finnst við skemmtileg eða leiðinleg!
Spurt er
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.9.2008 | 09:47
Ekki fær maður verðlaun............
..............fyrir ritstörf þessa dagana, svo mikið er víst miðað við dugnaðinn við bloggskriftir! En maður telur sig alltaf vel afsakaðan þegar betri helminginn vantar í einhvern tíma. En í gærkvöldi kom Sara aftur til Spánar eftir heillanga íslandsdvöl, eða það finnst okkur allavegana sem vorum hér heima. En nú duga víst engar afsakanir lengur og vissara fyrir Spanjólana að bretta upp ermar í þessum efnum!
Látum heyra í okkur fljótlega úr rigningunni hér á Spáni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2008 | 18:02
Þá var hljótt í kotinu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.7.2008 | 10:32
Vegna fjölda áskorana................
...........kemur nú nýtt blogg frá Spanjólunum! Það er víst kominn tími á það og ýmislegt búið að gerast síðan síðasta blogg leit dagsins ljós.
Didda systir og family komu í langþráða heimsókn og voru hér í tvær vikur. Þau reyndar voru í íbúð í Villamartín og stendur upp úr Bretastríðið sem þar var háð. En þar var breti einn sem er búinn að slá sig sem sjálfskipaðan lögregluþjón húsfélagsins og passaði hann blessaður, vel upp á að enginn væri með buslugang, engin ber brjóst og enginn bjór. Það hefði verið meira spennandi að fara á bingókvöld hjá félagi einhverfa eldri borgara með hreyfihömlun, heldur en að eyða stund með bretakvikindinu við laugina, nema þegar sauð upp úr! Þá var nú líf í lauginni! Svo var að sjálfsögðu farið á ströndina og einnig fórum við dagsferð út í Tabarca eyju og var nú kominn tími til að Spanjólarnir gæfu sér tíma til að fara þangað.
Hildur Sólveig varð 3ja ára 23. júní og var heilmikil afmælisveisla. Einnig útskrifaðist hún af leikskólanum um daginn og var farið á Burger King eftir útskriftarhátíðina. Svo er skólinn í haust, já maður er heldur betur að stækka og mikið að gerast og ekki má gleyma að taka fram að maður er hætt með snuddu.
Karen er komin með stutt hár og verður á Íslandi í allt sumar. Reyndar þurfti að stytta ferðina í báða enda vegna skólamála.
Af au pair málum er það að frétta að Mau kom til okkar eftir að Solla og Jói fluttu á klakann. Hún er síðan að leita á nýjar slóðir og í gærkvöldi kom Daniel frá Venezuela til okkar og ætlar hann að taka að sér skæruliðadeildina hér í Bahía Blanca númer 23. Hann er nú að ná úr sér ferðaþreytunni eftir 5 daga ferðalag hingað og veitir ekki af að vera úthvíldur þegar tekist er á við KGE og HSE. Hann ætlaði að færa okkur kaffi og nammi frá Venezuela en öryggislögreglan á flugvellinum í Caracas leitaði í farangrinum hans og hirti af honum allt góðgætið. Nú eru þeir að gæða sér á gæðakaffi og nammi, bölvaðir!
Elsti Spanjólinn er búinn að vera fanginu á kírópraktornum undanfarna viku. Væntanlega er um brjósklos að ræða og vonandi nær kírópraktorinn að láta það ganga til baka. Svo á maður að víst að taka því rólega á meðan verið er að reyna að koma manni í lag en það gengur nú svona og svona.
Kveðja frá Spanjólunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.6.2008 | 23:34
Svakalega er ég feginn að betri helmingurinn sé komin heim aftur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2008 | 23:03
Sara hætt á hárgreiðslustofunni og orðin fasteignasali!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2008 | 22:28
Reif mig upp úr rúminu.......
.........eftir að hafa næstum sofnað með Kristni Gígjari. Þannig að þetta laugardagskvöld fór ekki í svefn eins og oft hefur gerst. Annars er maður gagnrýndur mjög af betri helmingnum fyrir að rugla svefnplássum barnanna. En hvað getur maður gert þegar litlar hendur teyma pabba inn í rúm þegar kominn er háttatími og maður er þreyttur eftir vinnudaginn. Tala nú ekki um þegar litlar lúkur fara í skoðunarferð um andlit og skeggbrodda og allar áhyggjur hverfa við þetta yndislega augnablik rétt fyrir svefninn. Dæmi nú hver fyrir sig hvort hægt er að segja nei við svona rúmfélaga, eftir erfiðan vinnudag
Bloggar | Breytt 11.5.2008 kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)