Færsluflokkur: Bloggar

Fiskinn minn......

Undirritaður var að koma úr flugvallarakstri sem er ekki í frásögur færandi. En manneskjan sem ég var að ná í kom frá Akureyri og er að leigja íbúðina sem Haggi á hérna á Spáni og við erum að sjá um fyrir hann. En við Haggi erum gamlir skipsfélagar og hefur hann nokkrum sinnum sent mér fisk áður. En Haggi sendi fisk með leigjandanum og það verður veisla næstu vikurnar. Núna sendi hann mér sjófrystan þorsk ( sem mér finnst mikið betri en ýsan ), reyktan fisk, saltfisk og svo er rúsínan í pylsuendanum, siginn fiskur Grin Ég get ekki beðið eftir því að húsið fyllist af ilmandi sigins fisks lykt og tala nú ekki um þegar búið er að stappa allt saman með kartöflum og smjöri. Hefði reyndar verið æskilegt að hafa íslenskt smjör og einnig hefði ísköld léttmjólk frá klakanum ekki skemmt fyrir. En núna getur maður lagst upp í rúm og látið sig dreyma um þessar kræsingar sem framundan eru Sleeping Góða nótt og bon appetit!

Kveðja, Brósi. 


Allir frískir!

Sá stórmerkilegi atburður gerðist í gær að allir fjölskyldumeðlimir voru frískir og allir fóru í vinnu, skóla og leikskóla. Þetta hefur ekki gerst síðan fyrir jól á síðasta ári enda vorum við orðin heldur langþreytt á ástandinu. En gott að hlaupabólan er að baki og fór Hildur Sólveig mun verr út úr henni heldur en Kristinn Gígjar. En hann fékk aðeins útbrot og fékk ekki einu sinni hita á en Hildur Sólveig steyptist út í stærðar bólum í andliti og um allan kroppinn og var fárveik. Núna er bara að krossa fingur og vona að við náum nokkrum "frískum" vikum!

Kveðja úr Heilsubælinu!


Loksins kom að því!

Jæja gott fólk! Loksins koma að því eftir rúmlega tveggja ára spánardvöl að við komum okkur upp bloggsíðu og ætlum að leyfa ykkur að fylgjast með þessu spánarbrölti okkar. Einnig ætlum við að vera dugleg að setja inn myndir svo þið gleymið ekki alveg hvernig við lítum út.

Kv. Spanjólarnir. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband