Færsluflokkur: Bloggar

Stórsamningur handsalaður!

Í gærmorgun var handsalaður stórsamningur sem rétt er að greina frá hér á blogginu. W00t Þetta gerðist í fjölskyldurúminu, (við erum hætt að tala um hjónarúm sökum hins mikla fjölda fjölskyldumeðlima sem þar sefur stundum) rétt um það bil þegar verið var að vakna  og voru það elsti og yngsti Spanjólarnir sem gerðu með sér samkomulag um að þegar sá yngsti yrði 3ja ára myndi sá elsti kaupa allar snuddur af þeim yngsta á eina evru stykkið og í framhaldinu myndi sá yngsti hætta að nota snuddu! Þetta var samþykkt af báðum aðilum og tekist í hendur. Þetta er víst kallað heiðursmannasamkomulag en við vitum öll hvernig þannig samkomulag hafa endað. Whistling Til að gæta alls velsæmis voru engar myndatökur af þessum stóratburði en hlutaðeigandi voru bæði krumpaðir og lítt klæddir fyrir svoleiðis athöfn! Shocking

Kveðja frá þeim elsta og yngsta!  


Afsakið bloggletina...............

En þegar mikið er að gera þá verður eitthvað að sitja á hakanum! Annars er allt gott að frétta af Spanjólunum. Allir verið að mestu leyti frískir, maður telur ekki með einn og einn dag í veikindum. Okkur finnst það vel sloppið ef veikindi standa ekki lengur en tvo daga.

Nóg er að gera í vinnunni og erum við að undirbúa kynningu sem við tökum þátt í á Íslandi í Vetrargarðinum í Smáralind, 12 & 13. apríl. Undirritaður mun fara til Íslands miðvikudaginn 9. apríl og verð ég þar í eina viku. Vonandi nær maður að kíkja eitthvað í heimsókn en annars er bara að mæta í Vetrargarðinn og heilsa upp á karlinn Wink

Kveðja, Brósi. 


1. mars 2008. Tímamót hjá Spanjólunum!

Jæja gott fólk! Þessi dagur markar þau tímamót hjá okkur að núna erum við, ásamt þeim hjónakornunum Birni og Sigrúnu, formlega orðin eigendur og tekin við rekstri Perla Investments s.l.

En til að gera langa sögu stutta þá finnst okkur að blóð, sviti og tár sem við erum búin að úthella á Spænska grund séu að gefa af sér ávöxt sem verður okkar akkeri hér til framtíðar.

Vissulega eru margir sem við vildum telja hér upp á "takk fyrir" listanum okkar en í staðinn viljum við bara segja KISS KISS OG FAÐMLAG til ykkar allra!

Kær kveðja frá Spanjólunum sem horfa björtum augum til framtíðar! Grin


Fleiri bloggvinir!

Fyrst að maður fagnaði fyrsta bloggvininum þá má maður ekki fara í manngreinarálit og þess vegna er við hæfi nú á laugardagskvöldi að lyfta glasi fyrir bloggvinum nº 2 og 3. Annar af þessum bloggvinum mun væntanlega lyfta kampavínsglasi í tilefni þessa en hinn vonandi tekur djúsglas sér í hönd. Wink

Kveðja frá Spanjólunum. 


Nætur / morgunblogg.

Góðan daginn góðir hálsar.  Einhverjir voru farnir að hnýta í okkur Spanjólana vegna lyklaborðsleti í bloggheimum. Þannig að best er að hripa nokkrar línur fyrst maður er vaknaður fyrir allar aldir og friður fyrir skæruliðaspanjólunum. Það er búið að vera nóg að gera eins og fyrri daginn. Um síðustu helgi skelltum við hjónakornin okkur á árshátíð í San Pedro del Pinatar. Hún var haldin af íslendingum hér af svæðinu og var mikið og gott borðað og drukkið. Svo var að sjálfsögðu sungið, dansað og kjaftað. Sem sagt mikið stuð. Við gistum á hóteli þarna á staðnum og hefði verið allt í lagi að slappa af þar sólarhring lengur þar sem að við vorum bæði mjög þreytt eftir þessa árshátið. Sideways Reyndar voru sumir sem sváfu lítið en förum ekki nánar út í það hér. Whistling En það var engin miskunn, tékka út fyrir kl. 12 á hádegi og svo þurfti að ná í Hildi Sólveigu sem gisti hjá Mimi vinkonu sinni sem vinnur á leikskólanum hennar en Karen og Kristinn Gígjar voru í góðu yfirlæti heima.

Annars eru ýmsar breytingar framundan hjá okkur hjónunum í sambandi við vinnurnar okkar. En þið sem eruð búin að finna ykkur góðan klippara, ekki örvænta því Sara heldur áfram að klippa. En meira af því síðar. Annars er heilsufar gott í augnablikinu. Reyndar fór Kristinn Gígjar ekki í skólann á mánudag og þriðjudag vegna kverkaskíts. En það telst ekki til stórtíðinda á þessu heimili þó einhver sé veikur í nokkra daga. Það telst frekar til stórtíðinda hversu fáir voru veikir þessa vikuna. Wink 

Didda og family eru búin að boða komu sína hingað og ætla að heiðra Costa Blanca svæðið með nærveru sinni í hálfan mánuð í júní. Það tókst loksins að ákveða hvaða hús á að leigja Whistling en þetta var ein af erfiðari meðgöngum í þeim málum sem ég hef lent í og er ég nú ekki alveg blautur á bak við eyrun í þeim málum. En við erum spennt að fá þau loksins í heimsókn og efumst ekki um að það verður mjög gaman.

Eigið ánægjulegan dag Heart og farið varlega um helgina.

Kv. Brósi. 


Brauðið smurt að hætti Ömmu í Oddeyrargötunni!

Meistarastykkið klárt til átu!

Núna held ég að Amma í Oddeyrargötunni verði stolt af mér! Smile Ég smurði brauðið mitt sjálfur og ég held að það sé nákvæmlega eins og hún smyr það. Ég þarf kannski aðeins að vanda mig betur næst, en smjörmagnið er örugglega svipað og hún notar. En þar sem ég ætla ekki að horfa á matinn heldur að borða hann þá sleppur þetta til. Kannski að Tolli frændi sé ekki sammála þessu en þeir geta verið svo skrýtnir þessir kokkar. Whistling

Kveðja frá Kristni Gígjari "smyrjara"


Mamma var að rýja liðið.

Nýrúnir Spanjólar.Þá er búið að rýja liðið, eða a.m.k. hluta af því. Eftir margar tilraunir tókst loksins að taka mynd þar sem allir voru nokkuð eðlilegir og var þessi í miðjunni ekki barnanna bestur í þeim málum Whistling En vonandi að við rúninginn komi Spanjólar ferskir og frískir og mæti í  skóla og leikskóla á morgun og að sjálfsögðu einnig þeir sem eiga að mæta í vinnuna Cool

Kveðja frá nýrúnum Spanjólum.


Jæja......þá er orðið eðlilegt ástand á heilsufarinu!

Tveir yngstu Spanjólarnir hafa nú séð til þess að koma eðlilegu heilsufarsástandi á heimilið. En eðlilegt ástand hjá okkur er að það séu alltaf tveir fjölskyldumeðlimir veikir í einu og það eru Kristinn Gígjar og Hildur Sólveig sem hafa aðallega haldið uppi merkjum í þeim efnum. Þetta er nú ekki alvarlegt í þetta skiptið, smá hiti og hálsbólga. Vonandi samt að þetta verði ekki margra vikna prógress eins og síðast. Kv. Spanjólarnir.

Plokkfiskinn minn..... sem Rósa kom og eldaði!

Fiskiveislan heldur áfram! Rósa vinkona okkar og hjálparhella mætti hér í kvöld og bjó til plokkfisk með lauk og öllu tilheyrandi, að sjálfsögðu úr hráefninu frá Hagga. Það eina sem vantaði var íslenski þrumarinn með tilheyrandi viðbiti.  Muna það, þið sem eruð að koma hingað á næstunni að hafa með ykkur þrumara og íslenskt smjör. SLURP!

Bloggvinur nº 1.

Eins og sjá má hér vinstra megin á síðunni, þá er kominn hér fyrsti bloggvinurinn og viljum við Spanjólar óska "bloggvininum" innilega til hamingju með þennan áfanga. Eftir því sem við þekkjum til á heimili "bloggvinarins", þá hefur oft verið fagnað af minna tilefni og væntanlega verður haldið upp á þessi tímamót á heimili "bloggvinarins" um helgina. Wink Annars hagið þið ykkur almennilega um helgina og gerið ekkert sem Spanjólarnir myndu ekki gera! Halo

Kveðja frá Spanjólunum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband