Afmæli, slysadeild og týnd kisa.

Þá er enn einu skæruliða-afmælinu lokið! Wizard AfmælisstrákurKristinn Gígjar orðinn sex ára og kominn á grunnskólaaldurinn. Móðir hans sá til þess að enn einu sinni var haldin semi-fermingarveisla þannig að enginn veislugestur fór illa haldinn úr Byggðaveginum. Wink Að sjálfsögðu var afmæliskakan skreytt risaeðlum. Reyndar er kappinn með þrjá sauma fyrir ofan vinstri augabrúnina eftir að hafa stangað stofuborðið kvöldið áður. Hann stóð sig gríðarlega vel upp á slysadeild og fékk mikið hrós frá hjúkrunarfólkinu fyrir frammistöðuna. NýsaumaðurKannski að hann hafi eitthvað af eiginleikum föður síns í þessum efnum, sem er mikill reynslubolti á þessu sviði. Whistling Vonandi samt að drengurinn feti ekki í fótspor föðursins í þessum efnum! Svo rann afmælisdagurinn upp og Raya var búin að vera týnd í tvo daga. Frown Raya En Raya er kettlingurinn sem Hildur Sólveig fékk í afmælisgjöf um daginn. Hún sem sagt bað um lifandi kisu í afmælisgjöf, ekki dóta kisu! Það reyndar gleymdist alveg að minnast á hana í síðasta bloggi og biðjum við Spanjólarnir, hana afsökunar á því. En eftir að hafa skutlað auglýsingu á netið þá var hringt og Raya var fundin.
 
Svo er rétt að láta vita af því að sólin er byrjuð að skína og hitastigið er að síga upp á við og Spanjólarnir senda knús á liðið! Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Allt er gott sem endar vel  

Didda, 5.8.2009 kl. 14:49

2 identicon

Mig langar í súkkulaðiköku með risaeðlum................

Rósa (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 17:33

3 Smámynd: www.zordis.com

Girnileg risaeðluterta!

Til lukku með Kristinn Gígjar og gott að Raya kom heim.

www.zordis.com, 9.8.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband