Sá sú sa? Og Raya týnd, aftur! :(

HSE að borða risaeðlunammiYngsti Spanjólinn spurði mig þessarar spurningar (Sá sú sa?) þegar við vorum að ræða eitthvað atriði (sem ég reyndar man ekki hvað var) úr daglega lífinu. Svarið við því hvað Sá sú sa þýðir, er hérna neðar í greininni, fyrir neðan tilkynninguna vegna Rayu sem er týnd aftur,  Frown og getið þið dundað ykkur við að giska á hvað þetta þýðir áður en þið kíkið á rétta svarið.

 

 

 

 

Týndur kettlingur:

Hún Raya er týnd. Hún er fjögurra mánaða gömul og á heima í Byggðavegi 122. Hún er hvít á litinn með gulbröndótt skott og gulbröndótt og grátt á höfðinu og svarta línu út frá hægra auganu. Hún er með bleika ól. Hún er mjög gæf, kelin og forvitin og gæti hafa farið inn í kjallara og lokast inni. Stutt er síðan lítil stelpa fékk hana í afmælisgjöf og er hennar sárt saknað. Endilega að kíkja eftir henni og láta okkur vita í síma 445 6193 eða 891 6193 ef þið hafið einhverjar fréttir af henni.

 

 

 

Sá sú sa? = Sást þú það? Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Didda

Æji vonandi finnst litla skinnið

Krúttumúsin hún Ráðhildur er alveg að gera sig á þessari mynd sá sú sa...HA ?

Didda, 19.8.2009 kl. 11:03

2 identicon

Æj, vonandi finnst kisa.   En díses hvað Hildur er mikil krúttmús á þessari mynd.... sakna ykkar endalaust.

Rósa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: www.zordis.com

Vonandi kemur kisuskott heim fljótlega og mikið er Hildur Sólveig sæt á þessari mynd.

Knús og kossar norður!

www.zordis.com, 23.8.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Spanjólarnir í Byggðaveginum

Raya litla er fundin! Sara og skæruliðarnir fóru í Verslunina Brynju að fá sér ís og nammi og þar sáu þau auglýsingu um kisu í óskilum í lystigarðinum. Og það voru litlu gormarnir sem ráku augun í auglýsinguna þar sem að það var mynd af kisunni í auglýsingunni.

Spanjólarnir í Byggðaveginum, 24.8.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband